Gefðu
kaffibolla
Með því að gefa kaffibolla gefur þú einnig hlýju, samveru og kærleik.
Að tilheyra samfélagi þar sem fólk þekkir og er annt um þig gefur lífinu tilgang og er dýrmætt fyrir geðheilsuna. Það er mikilvægt að tilheyra, en alls ekki sjálfsagt. Því miður hafa ekki allir fjölskyldu og vini til að reiða sig á og margt heimilislaust fólk hefur misst allt.
Daglega leitar stór hópur til Kaffistofu Samhjálpar til að þiggja kaffibolla og heita máltíð, skjól, samveru og kærleik. Þetta fólk býr við mjög erfiðar félagslegar aðstæður, sárafátækt og jafnvel heimilisleysi. Á Kaffistofu Samhjálpar er þeim mætt með hlýju og virðingu.
Veldu fjölda kaffibolla sem þú vilt gefa, fylltu út formið og við stofnum eingreiðslukröfu í heimabankanum þínum.